Efling-stéttarfélag auglýsir framboðsfrest

12. 03, 2019

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar  stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2019-2021.

Tillögur skulu vera um 7 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Um er að ræða varaformann og ritara auk fimm meðstjórnenda.

Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 13. mars 2019.

Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 20. mars nk.

Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna.