Samninganefnd SGS lýsir yfir stuðningi við verkfall Eflingar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkti eftirfarandi stuðningsyfirlýsingu á fundi sínum fyrr í dag:

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall félaga okkar í Eflingu sem boðað er 8. mars nk. Um leið hvetjum við félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar komi til verkfalls.