Samstöðufundur rútubílstjóra í Vinabæ

20. 03, 2019

Samstöðufundur rútubílstjóra í Vinabæ

Verkfall hópbifreiðastjóra hefst föstudaginn 22. mars og stendur frá miðnætti til miðnættis.

Opið hús verður í Vinabæ, Skipholti 33, 105 Rvk. kl. 12.00 – 17.00. Þar verður haldinn samstöðufundur, tekið við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði og bækistöðvar verkfallsvaktar.

Þeir sem fara í verkfall og eiga vakt eða eru með vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr vinnudeilusjóði. Til að fá greitt úr sjóðnum þarf að skrá sig inn á dagskrá sem hefst í húsinu kl. 13.00 og aftur út að henni lokinni og fylla út umsóknareyðublað sem starfsfólk Eflingar verður með á staðnum.

Samstöðufundur – Dagskrá

Ávörp munu lesa:

  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness
  • Guðmundur Baldursson, í stjórn Eflingar
  • Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar

Lesnar verða upp stuðningsyfirlýsingar sem berast nú víða að.

Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Eflingar fjallar um skipulagningu deildar hópbifreiðastjóra innan stéttarfélagsins og leiðir síðan umræður meðal félagsmanna um áframhaldandi verkfallsaðgerðir og hver séu næstu skref í baráttunni.

Fundarstjóri er Daníel Örn Arnarsson, í stjórn Eflingar

Boðið verður upp á skemmtiatriði og kaffiveitingar.

Stöndum saman kæru félagar og fjölmennum!

Hvernig verður greitt úr verkfallssjóði?

Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr vinnudeilusjóði. Launatapið verður bætt, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa er um þátttöku í dagskrá í Vinabæ. Þeir sem forfallast eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Eflingar dagana 1. og 2. apríl. Greitt verður úr sjóðnum eigi síðar en 15. apríl ef allar upplýsingar á umsókn eru réttar.