Undanþágunefnd vegna verkfallsaðgerða tekur til starfa – akstur með fólk með fatlanir sjálfkrafa undanþegið

13. 03, 2019

Undanþágunefnd vegna verkfallsaðgerða Eflingar hefur tekið til starfa. Hún mun afgreiða beiðnir um undanþágur frá boðuðum verkfallsaðgerðum. Beiðnir þurfa að vera vel rökstuddar með hliðsjón af neyð, mannúðarsjónarmiðum eða stöðu sérstaklega viðkvæmra hópa.

Ákveðið hefur verið að allur akstur með fólk með fatlanir verður sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti.

Undanþágubeiðnir skulu sendar rafrænt á netfangið undanthagunefnd@efling.is og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn fyrirtækis, kennitala, heimilisfang og staður.
  • Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækis.
  • Fjöldi starfsmanna sem sótt er um undanþágu fyrir.
  • Nöfn, kennitölur og starfssvið starfsmanna sem sótt er um undanþágu fyrir.
  • Rökstuðningur fyrir undanþágubeiðni.
  • Það tímabil sem umsóknin á við um.
  • Nafn, sími og netfang tengiliðs fyrirtækis við undanþágunefnd.