Upplýsingar um hótelverkfall á föstudaginn 22. mars

20. 03, 2019

Ef þú ert í Eflingu eða VR, og vinnur á einhverju af hótelunum sem eru talin upp hér að neðan, þá nær verkfallið til þín.

Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni eða hvaða deild hótelsins þú vinnur á, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir ekki heldur máli hvort þú sért skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR í hótelum.

Einu undantekningarnar eru hóteleigendur og æðstu stjórnendur.

Hægt er að sækja um verkfallsstyrk í kröfustöðunni. Það verða sex kröfustöður, athugaðu listann hér fyrir neðan til að sjá hvar starfsfólk þíns hótels ætlar að hittast.

Ef þú kemst ekki á þína kröfustöðu, þá verður lokavakt á Austurvelli sem hefst klukkan 15:00.

Upphafsstaðir og tímasetningar

8:00 11:30
Hist á Austurvelli: Konsulat Hótel Saga
  Radison 1919 City Center Hotel
  Apotek Reykjavík Centrum
  Borg Reykjavík Marina
  Exeter Óðinsvé
  Plaza Leifur Eiríksson
  Arnarhvoll 101 Hótel
  Þingholt
  Hótel Holt
Hist við Nordica: Grand hótel Nordica
  Rvk Lights Hótel Cabin
  City Park Hótel Viking
  Capital Inn Hótel Smári
  Hótel Örk
Hist við Hlemm: Fosshótel Reykjavík Hótel Natura
  Storm Kex
  Skuggi Fosshótel Barón
  Sand Hótel Fosshótel Lind
  Frón Hótel Fosshótel Rauðará
  Klöpp Klettur
  Skaldbreið Canopy
  Miðgarður

Algengar spurningar

Hvers vegna erum við að fara í verkfall?

Efling krefst hærri lágmarkslauna, svo dagvinna dugi fyrir framfærslu og leigu í Reykjavík. Þetta jafngildir 425.000 krónum á mánuði. Við förum líka fram á sterkari gæslu réttinda okkar og að láglaunafólki á Íslandi verði sýnd virðing. Atvinnurekendur hafa ekki gengið að þessum kröfum, og hafa gert okkur svívirðilega léleg boð. Til að sýna fram á mikilvægi vinnu okkar í túristahagkerfinu ætlum við að leggja niður störf í löglegu verkfalli.

Hvernig veit ég hvort ég sé að fara í verkfall?

Áður en verkfall getur átt sér stað þurfa meðlimir að samþykkja það í atkvæðagreiðslu. Slík atkvæðagreiðsla er sett af stað af hálfu samninganefndar Eflinar. Efling auglýsir atkvæðagreiðslur þegar til þeirra kemur.

Hver má ganga í mín störf meðan ég er í verkfalli?

Þegar boðað er til verkfalls á Íslandi, þá er öðrum verkamönnum ekki heimilt að ganga í starfið sem verkfallið nær til. Svo dæmi tekið, þegar þernur á hóteli fara í verkfall, þá má fólk úr afgreiðslunni ekki sinna störfum þeirra á meðan. Ekki má kalla inn verktaka til að leysa starfsmann í verkfalli af hólmi. Að sama skapi má ekki boða þig í störf annarra sem eru í verkfalli.

Að ganga í annarra störf í verkfalli er kallað verkfallsbrot og er bæði synd og skömm og getur varðað við lög. Aðeins eigendur fyrirtækis og æðstu stjórnendur geta gengið í störf sem heyra undir verkfall.

Hvað gerist ef ég verð rekinn fyrir að fara í verkfall?

Það er ólöglegt og refsivert að segja upp fólki fyrir þátttöku í verkfalli. Stéttarfélagið hefur lögfræðinga á sínum snærum sem munu bregðast við ef atvinnurekendur hóta eða reyna að aga starfsfólk fyrir verkfallsþátttöku.

Fæ ég greidd laun í verkfallinu?

Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun. Þeir sem ekki komast geta haft samband við félagið 1. og 2. apríl fyrir verkfallsdaga í marsmánuði.

Hvað ef yfirmaðurinn minn biður mig að koma til vinnu?

Allar beiðnir eða þrýstingur um að koma til vinnu á meðan verkfall stendur yfir eru ólöglegar. Stéttarfélagið getur sótt fyrirtækið sem um ræðir til saka og farið fram á skaðabætur í slíkum tilfellum. Ef þú hefur fengið slíka beiðni eða orðið fyrir þrýstingi geturðu sent okkur tölvupóst á efling@efling.is

Var verkfallið ekki dæmt ólöglegt?

Hluti verkfallsboðana Eflingar, sem gengu út á vinnutakmarkanir, voru dæmdar ólöglegar af Félagsdómi. Hefðbundnar verkfallsboðanir standa enn og munu eiga sér stað frá miðnætti til miðnættis eftirfarandi daga:

  MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
MARS 18 19 20 21 22 23 24
  25 26 27 28 29 30 31
APRÍL 1 2 3 4 5 6 7
  8 9 10 11 12 13 14
  15 16 17 18 19 20 21
  22 23 24 25 26 27 28
MAÍ 29 30 1 2 3 4

Verkföllin eiga sér stað á eftirfarandi hótelum

Fosshótel Reykjavík Þórunnartún 1, 105 Rvk.
Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk.
Fosshótel Baron Barónsstígur 2-4, 101 Rvk.
Hótel Reykjavík Centrum Aðalstræti 16, 101 Rvk.
Fosshótel Rauðará Rauðarárstígur 37, 105 Rvk.
Fosshótel Lind Rauðarárstígur 18, 105 Rvk.
Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Rvk.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura Nauthólsvegur 52, 101 Rvk.
Icelandair Hótel Reykjavík Marina Mýrargata 2-8, 101 Rvk.
Canopy Reykjavík – City Centre Smiðjustígur 4, 101 Rvk.
Reykjavík Konsúlat hótel Hafnarstræti 17-19, 101 Rvk.
Hótel Plaza CenterHotel Aðalstræti 4, 101 Rvk.
CenterHotel Miðgarður Laugavegur 120, 101 Rvk.
Hótel Arnarhvoll CenterHotel Ingólfsstræti 1, 101 Rvk.
Hótel Þingholt CenterHotel Þingholtsstræti 3-5, 101 Rvk.
Hótel Klöpp CenterHotel Klapparstígur 26, 101 Rvk.
Hótel Skjaldbreið CenterHotel Laugavegur 16, 101 Rvk.
Exeter Hotel Tryggvagata 12, 101 Rvk.
Reykjavík Lights Hotel Suðurlandsbraut 12, 108 Rvk.
Skuggi Hótel Hverfisgata 103, 101 Rvk.
Hótel Borg Pósthússtræti 9-11, 101 Rvk.
Storm Hótel Þórunnartún 4, 105 Rvk.
Sand Hótel Laugavegur 34, 101 Rvk.
Apótek Hótel Austurstræti 16, 101 Rvk.
Hótel Cabin Borgartún 32, 105 Rvk.
Hótel Klettur Mjölnisholt 12-14, 105 Rvk.
Hótel Örk Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði
Radisson BLU Hótel Saga Hagatorg 1, 107 Rvk.
Radisson BLU 1919 Hótel Pósthússtræti 2, 101 Rvk.
Hotel Víking Víkingastræti 1-3, 220 Hfj.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, 101 Rvk.
Hótel Frón Laugavegur 22a, 101 Rvk.
Hótel Óðinsvé Þórsgata 1, 202 Rvk.
The Capital Inn Suðurhlíð 35d, 105 Rvk.
City Center Hotel Austurstræti 6, 101 Rvk.
City Park Hotel Ármúli 5j, 108 Rvk.
Kex Hostel Skúlagata 28, 101 Rvk.
101 Hótel Hverfisgata 10, 101 Rvk.
Hótel Leifur Eiríksson Skólavörðustígur 45, 101 Rvk.
Hótel Smári Hlíðasmári 13, 201 Kópavogur