Verkfallsvarsla meðal hópbifreiðastjóra í Eflingu – undirbúningsfundur

20. 03, 2019

Efling – stéttarfélag boðar til undirbúningsfundar fyrir félagsmenn sem vilja taka þátt í verkfallsvörslu meðal hópbifreiðafyrirtækja á föstudaginn 22. mars.

Fundurinn verður haldinn klukkan 18:00 fimmtudagskvöldið 21. mars í salarkynnum Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1.

Áhugasamir munu geta skráð sig í verkfallsvörslu. Farið verður yfir helstu atriði varðandi skipulag verkfallsvörslunnar og þau viðmið sem gilda.