Við óskum eftir sjálfboðaliðum í verkfallsvörslu

27. 03, 2019

Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar eru í verkfalli fimmtudag og föstudag 28-29 mars og við óskum eftir liðsinni ykkar sem vilja styðja við kjarabaráttu félaga ykkar.

Við bendum einnig öllum félögum okkar á að standa með þeim sem eru í verkfalli með því að ganga ekki í störf þeirra og láta vita ef þið verðið vitni að öðrum ganga í þeirra störf. Verkfallsbrot grafa undan kjarabaráttu okkar allra.

Við erum að semja um betri kaup og kjör fyrir alla félagsmenn. Til að kjarabarátta okkar beri árangur og viðsemjendur okkar taki kröfur okkar alvarlega er mikilvægt að við sýnum hvort öðru samstöðu.

Ef þið hafið áhuga á að sinna verkfallsvörslu endilega sendið okkur tölvupóst og tilgreinið tíma sem þið getið mætt ásamt símanúmeri.

Sendið póst á felagssvid@efling.is