Varðandi launagreiðslur félagsmanna Eflingar-stéttarfélags 1. maí 2019

26. 04, 2019

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. apríl síðastliðnum.
Mánaðarlaun allra starfsmanna hækka um 17.000 kr. fyrir dagvinnu og lágmarkstekjur fyrir fullt starf hækka í 317.000 kr.

Tímakaup í dagvinnu hækkar um 98,08 kr/klst það er 17.000/173,33 en um 98,84 kr/klst fyrir þá sem fara eftir Kjarasamning SA og Eflingar vegna hótels- og veitingahúsa það er 17.000/172.

Orlofsuppbót 2019 og eingreiðsla sem álag á orlofsuppbót samtals að upphæð 76.000 kr. (50.000 + 26.000) greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.