Verkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum 3.-5. apríl aflýst

Efling – stéttarfélag hefur aflýst sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Árangur hefur náðst í samningaviðræðum sem nánar verður kynntur á morgun.

Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, hefur enn ekki verið aflýst en starfsmenn þar funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins í fyrramálið.