Af vorfundi trúnaðarmanna

31. 05, 2019

Vorfundur trúnaðarmanna Eflingar var haldinn í Iðnó miðvikudaginn 29 maí.

Fundurinn var vel sóttur og tóku trúnaðarmenn virkan þátt í námskeiði á vegum ICI (Intercultural Iceland) um hversdagsfordóma á vinnustað.

Guðrún Pétursdóttir frá ICI hefur haldið þetta námskeið víða við góðan stýr. Ljóst er að úr má bæta á mörgum vinnustöðum hvað varðar mismunun og fordóma og mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi málefni.

Að námskeiði loknu nutu trúnaðarmenn léttra veitinga og spjölluðu saman.

Við viljum þakka öllum þeim sem mættu.