Efling leggur álfasölu SÁÁ lið

23. 05, 2019

Stéttarfélagið Efling keypti stóra úgáfu af 30 ára afmælisálfinum með veglegu framlagi til samtakanna í tengslum við álfasölu ársins.

Myndin var tekin í morgun þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tók við álfinum úr höndum Silju Jónsdóttur sálfræðings, sem hefur umsjón með sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ.