Óskað eftir að ráða sviðsstjóra kjaramálasviðs

21. 05, 2019

Efling – stéttarfélag óskar eftir að ráða sviðsstjóra kjaramálasviðs.

Helstu verkefni
• Stjórnun og skipulag sviðsins
• Þróun og innleiðing á endurbótum verklags við móttöku og afgreiðslu mála
• Samskipti við félagsmenn og atvinnurekendur
• Samstarf við lögmenn félagsins

Hæfniskröfur
• Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum
• Þekking á vinnumarkaðsmálum og kjarasamningum
• Reynsla og þekking á verkefnastjórnun og þróun verkferla
• Rík samskiptahæfni og þjónustulund
• Skipulagshæfni og frumkvæði
• Íslensku- og enskukunnátta

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Upplýsingar veitir:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 03. júní 2019