Samstaða í faghópum leikskólaliða og félagsliða

Aðalfundir faghópa leikskólaliða og félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi voru haldnir miðvikudaginn 5. júní kl. 20.00 í fræðslusetri Eflingar, Guðrúnartúni 1.

Fluttar voru skýrslur stjórnar þar sem farið var yfir starfsemi liðins árs.

Kjörnar voru nýjar stjórnir og bættust nokkrir öflugir félagar í hópinn. Í stjórn félagsliða voru kosnar inn nýjar Rubenita Torres La-Um og Anna Lýdía Hallgrímsdóttir og í stjórn faghóps leikskólaliða voru kosnar inn nýjar  Hólmfríður Sævarsdóttir, Eygló Hafsteinsdóttir og Margrét Ósk Hjartardóttir.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum hélt Ragnar Ólason sviðsstjóri kjaramálasviðs erindi um yfirstandandi kjarasamningsviðræður við sveitarfélög. Það skapaði líflegar umræður og ljóst að okkar fólk stendur saman í sínum áherslum hvað varðar kaup og kjör í komandi samningum.

Á myndum má sjá nýjar stjórnir faghópanna.