Bæjarráð Kópavogs vísar kröfu Eflingar til Sambands íslenskra sveitarfélaga

26. 07, 2019

Á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær var samþykkt að vísa erindi Eflingar um eingreiðslu til Sambands íslenskra sveitarfélaga.Félagar Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna sveitarfélaganna þar sem farið er fram að að þeir fái greidda eingreiðslu að upphæð 105.000 kr. líkt og starfsmenn ríkis og Reykjavíkurborgar.Erindið var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í Kópavogi gær og samþykkt að vísa því til Sambands íslenskra sveitarfélaga með vísan til þess að Kópavogsbær hafi falið Sambandinu fullnaðarumboð varðandi gerð kjarasamninga.Vegna þeirra tafa sem urðu á samningsgerð við opinbera geirann fyrr í sumar sættust samningsaðilar á að starfsmenn fengju greidda innágreiðslu á kjarasamning þann 1. ágúst að upphæð 105.000 kr. Ríki og Reykjavíkurborg ákváðu að greiða sínu fólki en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði því.Viðbrögð Kópavogsbæjar eru vonbrigði segir Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.„Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki. Það er óafsakanlegt að leyfa þessu að bitna á lægst launaða starfsfólki sínu og sendir þeim kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn er svo heppinn að fá að njóta, enda ekki viðstaddur þennan fund miðað við fundargerð. Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.”Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar að vísa erindinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum lögðu Pétur Hrafn og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir  fram eftirfarandi bókun:“Undirrituð voru samþykk því að verða við erindi Eflingar um eingreiðslu. Ljóst er að sú greiðsla sem sumt starfsfólk Kópavogsbæjar fær 1. ágúst er tilkomin þar sem kjarasamningar hafa dregist úr hófi. Það er með öllu óeðlilegt að hluti starfsfólksins, sem eru í þessari stöðu, skuli fá greiðslu um þessi mánaðarmót en aðrir ekki.“