Starfsfólk sveitarfélaganna mótmælir

24. 07, 2019

Félagar Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ hafa safnað undirskriftum til að þrýsta á sveitastjórn að greiða þeim 105.000 kr. eingreiðslu. Þrátt fyrir sumarlokanir á leikskólum og í skólum náðist að safna töluvert af undirskriftum og ljóst er að samhugur meðal starfsfólks er mikill.Vegna þeirra tafa sem urðu á samningsgerð við opinbera geirann fyrr í sumar sættust samningsaðilar á að starfsmenn fengju greidda innágreiðslu á kjarasamning þann 1. ágúst að upphæð 105.000 kr. Ríki og Reykjavíkurborg ákváðu að greiða sínu fólki en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur bannað sínum meðlimum að greiða upphæðina út.Samkvæmt tilkynningu frá starfsfólki:„Okkur, sem vinnum fyrir Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ, finnst þetta mjög ósanngjarnt. Það á ekki að bitna á okkur að samningar dragast og við undirrituð förum fram á að við hljótum þessa eingreiðslu frá sveitarfélaginu líkt og kollegar okkar í Reykjavík.“Undirskriftalistar gengu um vinnustaði en einnig var hægt að skrifa rafrænt undir. Trúnaðarmenn í sveitarfélögunum afhentu undirskriftalistana á skrifstofum bæjarstjórna í dag.