Farið fram á frestun í máli Starfsgreinasambandsins gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga

28. 08, 2019

Mál Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga var tekið fyrir í Félagsdómi sl. mánudag.Í sumar var skrifað undir samkomulag við Reykjavíkurborg, ríki og nokkrar stofnanir um 105.000 kr. innágreiðslu til félagsmanna Eflingar sem greidd var þann 1. ágúst sl. Samband íslenskra sveitarfélaga neitaði hins vegar að greiða félagsmönnum Eflingar og starfsgreinasambandsins innágreiðsluna með tilvísun í að kjaradeilunni hefði verið vísað til ríkissáttasemjara. Var deilunni vísað til ríkissáttasemjara vegna þess að SÍS neitaði að ganga til viðræðna um hvernig megi ná fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins, líkt og samið var um í kjarasamningum 2009.SGS sem Efling er aðili að ákvað þá að höfða mál fyrir Félagsdómi þar sem látið verður reyna á túlkun samningsákvæðisins frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til þess að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda.Fyrirtaka í málinu fór fram á mánudag og fór lögfræðingur saminganefndar sveitarfélaganna fram á frestun. Frestur til að skila inn greinargerð um frávísun er til 3. september og málflutningur verður 4. september. Verði því hafnað að vísa málinu frá verður settur nýr frestur til að skila inn efnislegri greinargerð.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS segir niðurstöðuna því geta dregist nokkuð á langinn. „Þetta er hörð afstaða af hálfu samninganefndarinnar og ekki í samræmi við yfirlýsingar um að þau séu ánægð með þann farveg sem við settum málið í. Það virðist ekki hafa verið verið mikil innistæða fyrir því.“