Leikskólaliðabrú – fjarnám

15. 08, 2019

Nám á leikskólaliðabrú er ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Það er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskólaLeikskólaliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.Námið er 30 einingar og er kennt á fjórum önnum, sex til níu einingar á hverri önn, á haustönn 2019 eru 5 staðlotur sem kenndar verða í Reykjavík.Ný önn hefst: laugardaginn 7. september til 19. desember 2019. Kennt er á fimmtudögum frá kl. 17:00–18:00 á netinu ásamt fimm laugard. kl. 8:30-16:30 á önninni þar sem hópurinn hittist. Laugard. 7. september, 21. september, 5. okt., 16. og 30. nóvember.Kennsla fer fram hjá Mími símenntun, Öldugötu 23, 101 Reykjavík. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið fraedslusjodur@efling.isNámið er ætlað félagsmönnum Eflingar sem vinna á leikskóla og er þeim að kostnaðarlausu.