Útgáfu Dagbókar Eflingar hætt

29. 08, 2019

Dagbók Eflingar hefur skipað stóran sess í útgáfu félagsins og komið út á hverju ári félagsmönnum til halds og trausts. Bæði til að halda utan um vinnutíma og eins til að gera ýmsar upplýsingar um réttindi, skyldur og félagið sjálft aðgengilegar.Nú eru hinsvegar breyttir tímar, flestir ef ekki allir eru komnir með síma sem félagsmenn geta nýtt í sama skyni. Einnig eru allar upplýsingar sem finna mátti í dagbókinni orðnar aðgengilegar á heimasíðu félagsins.Það má því segja að dagbók Eflingar komi ekki að sama gagni og áður fyrir stóran hluta félagsmanna sem nýta sér nú aðrar nútímalegri leiðir til að halda utan um skipulagið hjá sér. Í fyrra var farin sú leið að í stað þess að senda bókina í pósti gátu félagsmenn nálgast hana á skrifstofu félagsins eða beðið um að fá hana senda heim til sín. Miðað við fjölda félagsmanna sem óskaði eftir að fá bókina þótti félaginu ekki forsvaranlegt að eyða fjármunum í að gefa hana út. Kveðjum við því dagbókina og þökkum um leið góðar móttökur á liðnum árum.