Bílastæði gjaldfrjáls eingöngu fyrir gesti Guðrúnartúns 1

18. 10, 2019

Frá og með mánudeginum 21. október nk. verður bílastæðunum við Guðrúnartún 1 aðgangsstýrt með nýju kerfi í samstarfi við Securitas. Bílastæðin verða eingöngu ætluð gestum og starfsfólki hússins frá kl. 7.00 til 19.00 á virkum dögum og geta þeir aðilar sem ekki eiga erindi í húsið átt von á rukkun/gjaldtöku að upphæð 4.500 kr.Bílastæðin við Guðrúnartún 1 eru oftast þéttsetin og oft nánast ómögulegt að fá stæði. Því miður eiga margir sem leggja í bílastæðin ekki erindi í húsnæðið og því var ákveðið að fara þessa leið til að bæta þjónustu og aðgengi félagsmanna að skrifstofu Eflingar.Þarf að skrá bílnúmerFélagsmenn Eflingar sem heimsækja skrifstofuna þurfa að skrá bílnúmer ökutækis síns í kerfi sem staðsett verður í móttökurými Eflingar á 3. hæð og munu við það fá úthlutað tíma á stæðunum. Einnig verður skráningarbúnaður á 4. hæð  hússins í fræðslusetri Eflingar fyrir þau sem sækja námskeið og fundi þar.