Ný orlofshúsabyggð að rísa

Framkvæmdir við uppbyggingu 12 orlofshúsa Eflingar við Reykholt í Biskupstungum eru hafnar af fullum krafti. Þetta metnaðarfulla verkefni er það langstærsta sem Orlofssjóður Eflingar hefur staðið fyrir.Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdasvæðinu og gefa góða mynd af umfanginu. Fyrirhugað er að fyrstu sex húsin verði tekin í notkun haustið 2020.