Vel heppnaður fundur félags- og leikskólaliða

Góður hópur leikskóla- og félagsliða hlýddi á Ragnar Ólason sérfræðing Eflingar segja frá yfirstandandi samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög á haustfundi faghópanna sl. miðvikudag.Mikil samstaða ríkir um kröfur í samningaviðræðunum og augljóst að fólk er orðið langeygt eftir niðurstöðu.Eftir heitar umræður kom Ari Eldjárn og lyfti upp mannskapnum með stórskemmtilegu uppistandi.Við þökkum leikskóla- og félagsliðum Eflingar fyrir ánægjulega kvöldstund.