Atvinna og ADHD – nýr fræðslubæklingur

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og félagssviðs Eflingar tók við eintaki af nýjum fræðslubæklingi á málþingi ADHD samtakanna. Efling styrkti gerð bæklingsins sem ber heitir Atvinna og ADHD. Fulltrúar Eflingar, VR, Starfsgreinasambandsins, ASÍ og ríkisstjórnarinnar fengu fyrstu eintökin afhent í upphafi málþingsins “Þú vinnur með ADHD”.Markmiðið með málþinginu var að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD á vinnumarkaði. Boðið var upp á fjölda fróðlegra fyrirlestra og reynslusögur einstaklinga með ADHD á vinnumarkaði.