Efling styður kröfu um nýja stjórnarskrá

15. 11, 2019

Í ljósi Samherjamálsins vekur Efling-stéttarfélag athygli á því að stjórn Eflingar hefur samþykkt stuðning við kröfu um lögfestingu stjórnarskrár sem samþykkt var af íslenskum almenningi fyrir sjö árum síðan. Stjórn Eflingar samþykkti stuðninginn á fundi sínum 17. október síðastliðinn að beiðni Stjórnarskrárfélagsins sem hefur að undanförnu leitað stuðnings félagasamtaka við kröfuna.„Samherjamálið sýnir í hvað arðurinn af fiskveiðiauðlindinni okkar er notaður. Hann er ekki notaður til að lækka skatta á láglaunafólk, greiða fólki mannsæmandi laun eða efla velferðarþjónustu. Öðru nær, hann er notaður til að fjármagna spillingarbandalög sem teygja sig heimsálfanna á milli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.„Ástæðan fyrir því að stjórnarskráin sem almenningur kom sér saman um í kjölfar hrunsins var kæfð, er að í henni var öflugt ákvæði um þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni. Íslensk auðstétt gat ekki þolað það að íslenskur almenningur fengi eðlilega hlutdeild í arðinum af fiskinum okkar. Alveg eins og Þorsteinn Már stjórnar stjórnmálastéttinni í Namibíu með mútum, þá stjórna menn eins og hann því hvaða stjórnarskrá fólkið á Íslandi fær að velja sér,“ bætti Sólveig við. „Ég er mjög stolt af því að stjórn Eflingar hafi samþykkt að styðja lögfestingu stjórnarskrárinnar.“——————————————————— YFIRLÝSING –Við krefjumst lýðræðis!Sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskráAlþingi fól almennum borgurum að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá.Alþingi voru færðar tillögurnar á tilsettum tíma. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Yfir 2/3 hlutar kjósenda samþykktu að tillögurnar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Síðan eru liðin sjö ár!Við krefjumst þess að lýðræðislegar grundvallarreglur séu virtar í landinu. Alltaf og afdráttarlaust.Við krefjumst þess að Alþingi virði vilja kjósenda og lögfesti stjórnarskrá fólksins án tafar.