Jólamarkaður laugardaginn 30. nóvember

27. 11, 2019

Jólamarkaður Eflingar verður haldinn laugardaginn 30. nóvember 2019 í húsi Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.Opið verður frá 13.00 til 18.30.Á jólamarkaðinum verður til sölu ýmis konar handverk og kjörið tækifæri að líta við og versla eitthvað í jólapakkana.Það verður notaleg og skemmtileg jólastemning og boðið upp á léttar veitingar, tónlist og afþreyingu fyrir börnin.Hægt er að sjá viðburðinn á Facebook síðu Eflingar og skoða myndir af handverkinu hér.