Nýtt afgreiðslukerfi í Eflingu

20. 12, 2019

Í morgun var Kiosk afgreiðslukerfið tekið í notkun í móttöku skrifstofu Eflingar. Tilgangurinn er að efla þjónustu við félagsmenn, minnka biðtíma og gera þjónustuna á allan hátt skilvirkari.Í tilefni þessara tímamóta tóku Sólveig Anna formaður, Agniezka Ewa varaformaður og Ingibjörg Ólafsdóttir sviðsstjóri Þjónustusviðs á móti fyrsta félagsmanninum sem átti leið á skrifstofuna eftir að kerfið var tekið í notkun. Þær sýndu honum kerfið og leystu hann út með blómvendi.Verið öll hjartanlega velkomin á skrifstofu Eflingar!