Fræðslustyrkir hækka fyrir einstaklinga

16. 01, 2020

Frá og með 1. janúar 2020 hækkar hámark styrkja til einstaklinga í fræðslu-, starfsmenntunar og starfsþróunarsjóðum Eflingar úr 100.000 kr. í 130.000 kr. Hægt er að safna réttindum sínum í allt að þrjú ár og hækkar hámark á uppsöfnuðum réttindum því úr 300.000 kr. í 390.000 kr.

Efling hvetur félagsfólk til að nýta sér fræðsluréttindi sín bæði í leik og starfi.

Hækkunin gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með 1.janúar 2020.