Alþjóðasamband verkalýðsfélaga sendir félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg baráttukveðju. „Það er ekki í lagi að þið vinnið svona mikilvæg störf en fáið sultarlaun fyrir. Allir eiga skilið að lifa með reisn og fá störf sín metin að verðleikum,“ segir Sharan Burrow, aðalritari Alþjóðasambandsins í myndbandi sem hún sendi í dag til stuðnings félagsmönnum. „Við erum stolt af ykkur og við vitum að þið eigið skilið að fá réttlát laun.“
Hægt er að stilla á myndatexta með því að smella á tannhjólið neðst til hægri.