Select Page

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg munu fá greiðslur úr vinnudeilusjóði komi til verkfalls í febrúar.

Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtalda verkfallsdaga verður 12.000 kr.

Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtaldra verkfallsdaga verður 18.000 kr.

Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

Hægt verður að sækja um rafrænt á heimasíðu Eflingar frá og með 13. febrúar. Stefnt er að því að umsóknir sem borist hafa fyrir 20. febrúar verði afgreiddar í lok þess mánaðar. Félagsmenn sem ekki geta sótt um rafrænt geta komið á skrifstofu félagsins og fyllt út umsókn.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere