Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá greitt úr vinnudeilusjóði

11. 02, 2020

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg munu fá greiðslur úr vinnudeilusjóði komi til verkfalls í febrúar.Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtalda verkfallsdaga verður 12.000 kr.Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.Greiðslur fyrir launatap vegna eftirtaldra verkfallsdaga verður 18.000 kr.Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.Hægt verður að sækja um rafrænt á heimasíðu Eflingar frá og með 13. febrúar. Stefnt er að því að umsóknir sem borist hafa fyrir 20. febrúar verði afgreiddar í lok þess mánaðar. Félagsmenn sem ekki geta sótt um rafrænt geta komið á skrifstofu félagsins og fyllt út umsókn.