Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lokið

18. 02, 2020

Fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag, þriðjudaginn 18. febrúar, í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á fundinum lagði samninganefnd Eflingar fram útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar. Samninganefndin viðhefur trúnað um þær hugmyndir að svo stöddu.Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni.Framhaldsfundur verður á morgun, miðvikudag.