Mótmæli við setningu Jafnréttisþings

19. 02, 2020

Stöndum saman um að vekja athygli almennings á virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum.Göngum fylktu liði frá Eflingarhúsinu við Guðrúnartún 1 á setningu Jafnréttisþing  í Hörpu kl. 9.30 í fyrramálið, fimmtudaginn 20. febrúar.Einnig er hægt að sameinast hópnum við ráðstefnu- og tónlistarhúsið kl. 9.50.Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur.Samstaða er okkar beittasta vopn!Saman breytum við samfélaginu!