Víðtækur stuðningur við starfsfólk leikskóla

19. 02, 2020

Leikskólastjórar í Reykjavík hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast styðja kjarabaráttu og launakröfur Eflingarfólks á leikskólum borgarinnar. Þeir segja að mikla starfsmannaveltu megi að miklu leyti rekja til láglaunastefnu Reykjavíkurborgar og þess starfsumhverfis, sem börnum og starfsfólki er boðið upp á.Þá hefur foreldraráð leikskólans Brákarborgar einnig lýst yfir stuðningi við starfsfólk leikskólans og skorar á Reykjavíkurborg og Eflingu að komast að samkomulagi sem fyrst.Þá hefur einnig verið hrundið af stað undirskriftarsöfnun til stuðnings starfsfólki leikskóla undir heitinu Semjið við starfólk leikskólanna strax. Um söfnunina segir m.a.: Við foreldrar og aðstandendur leikskólabarna ætlumst til þess að starfsfólk leikskólanna fái mannsæmandi laun. Þetta fólk er það fólk sem sinnir börnunum okkar í 8-9 tíma á dag og fá fyrir það léleg laun sem ekki er hægt að lifa á.