Fundur með félagsmönnum Eflingar hjá SSSK

11. 03, 2020

Félagsmenn Eflingar sem vinna hjá sjálfstætt starfandi skólum eru boðnir til fundar í húsnæði Eflingar Guðrúnartúni 1, á 4. hæð næstkomandi fimmtudag, 12. mars kl. 17.00. Efni fundarins er ákvörðun um að óska formlega eftir kjaraviðræðum við SA, skipa samninganefnd og hefja vinnu við smíði kröfugerðar.Eins og alkunna er hafnaði Félagsdómur lögmæti samúðarverkfalls Eflingarfélaga hjá SSSK og varð þar af leiðandi ekki af verkfallsaðgerðum.Með þessari niðurstöðu hefur komið fram formleg viðurkenning frá Samtökum atvinnulífsins á sjálfstæðum samningsrétti félagsmanna Eflingar hjá SSSK og þar með réttur til hefðbundinnar verkfallsboðunar ef þörf krefur.Formlegar samningsviðræður við SA krefjast virkrar þátttöku félagsmanna. VIð gerð kjarasamninga er vaninn að stofna sérstaka samninganefnd skipaða fulltrúum þess hóps sem samningurinn tekur til. Formaður Eflingar er formaður samninganefndarinnar og hefðin er sú að starfsfólk skrifstofunnar veitir samninganefndinni aðstoð við skipulagningu og undirbúning viðræðna eftir því sem óskað er.Vonandi geta sem flestir félagar mætt á fundinn og tekið þátt í undirbúningsvinnu fyrir það starf sem framundan er.