Boð um viðræðugrundvöll ekki þegið

Samninganefnd Eflingar sendi borgarstjóra í morgun boð um frestun verkfalls í tvo daga gegn því að staðfesta tilboð sem hann lýsti í Kastljósi 19. febrúar. Bréfið var sent klukkan ellefu og var þar boðið að fresta verkfalli frá miðnætti í kvöld og í tvo sólarhringa. Ríkissáttasemjari fékk afrit af bréfinu og staðfesti móttöku þess. Frestur til svars var til klukkan fjögur í dag. Svar barst ekki fyrir klukkan fjögur og heldur því verkfall áfram.