Kynningarfundi frestað vegna Covid-19

13. 03, 2020

Vegna öryggisráðstafana í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar má vera að félagsfundi sem halda skal samkvæmt 29. grein laga Eflingar fyrir 1. maí verði frestað um óákveðinn tíma.Til að bregðast við þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu mun Efling nýta aðrar leiðir en fjölmenna fundi til að kynna nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg fyrir félagmönnum sínum. Verið er að útbúa ítarlegt kynningarefni um efni samningsins sem verður aðgengilegt þeim sem við eiga á netinu á næstu dögum.Stefnt er að því að atkvæðagreiðsla um samninginn fari fram dagana 23. til 27. mars