Kynning á kjarasamningum Eflingar við ríki og Reykjavíkurborg

17. 03, 2020

Nýgerðir kjarasamningar Eflingar við ríki og Reykjavíkurborg verða kynntir á miðlum stéttarfélagsins á allra næstu dögum. Kynningarefni um kjarasamningana felur í sér útdrátt og myndræna framsetningu á inntaki þeirra ásamt heildarútgáfum. Þá verður reiknivél til launaútreikninga aðgengileg á heimasíðunni. Kosning um kjarasamninginn fer fram dagana 23. til 27. mars næstkomandi. Efling hvetur félagsfólk sitt hjá ríki og borg til að kynna sér efni samningsins og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.