Leiðbeiningar fyrir félagsmenn sem hafa spurningar vegna verkfallsgreiðslna frá Eflingu

Félagsmönnum sem hafa spurningar vegna greiðslna úr vinnudeilusjóði er bent á að hafa samband við skrifstofu Eflingar.Athugið að launaseðill vegna greiðslu fyrir helgi fór ekki út um leið og greiðsla vegna tæknilegra örðugleika, en hefur nú verið sendur og ætti að vera aðgengilegur í heimabanka hjá félagsmönnum eftir hádegi í dag.Best er að senda tölvupóst á efling@efling.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn og kennitala.
  • Símanúmer til að hægt sé að hafa samband til baka.
  • Dagsetningar þeirra daga sem sótt var um vegna, og starfshlutfall.

Einnig er hægt að hringja í símanúmer skrifstofunnar og koma á staðinn.Athugið að full staðgreiðsla er tekin af greiðslum úr vinnudeilusjóði og þær eru reiknaðar út frá upplýsingum um vinnutap og starfshlutfall sem félagsmenn skiluðu inn sjálfir í umsókn.