Opnað fyrir umsóknir úr Vinnudeilusjóði

20. 03, 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr Vinnudeilusjóði fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélag (SÍS) á heimasíðu Eflingar. Hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar nær tímabil umsókna til dagana 1. til 9. mars að báðum dögum meðtöldum og hjá starfsmönnum annarra sveitarfélaga nær tímbilið frá hádegi 9. til og með 20. mars.Til þess að fá greitt um mánaðamótin mars/apríl þarf að vera búið að sækja um greiðsluna fyrir 25. mars.Félagsmönnum Eflingar hjá SÍS er jafnframt bent á að ef verkföll halda áfram þarf að sækja um aftur. Hægt er að fá aðstoð við að fylla út umsókn um greiðslu úr Vinnudeilusjóð í síma 510  7500.Greiðsla fyrir launatap vegna verkfallsins verður 18.000 kr. á dag fyrir fullt starf.