Orlofsblað Eflingar er komið út

26. 03, 2020

Glöggir Eflingarfélagar hafa eflaust tekið eftir því að daginn er tekið að lengja. Þrátt fyrir alls kyns ferðabönn á þessum fordæmalausu tímum er lóan mætt eins og hún gerir alltaf og veigrar sér ekki við að syngja inn vorið – og það í raunheimum.Annar vorðboði, Orlofsblað Eflingar fyrir sumarið 2020, ætti nú einnig að hafa borist inn um lúguna til félagsmanna. Ef ekki, er það einnig að finna á rafrænu formi hér.Blaðið í ár er gefið út með breyttu sniði en auk útlitsbreytinga er nú allur texti bæði á íslensku og ensku. Allar breytingar á blaðinu miða að því að gera upplýsingar aðgengilegri og koma til móts við fjölbreyttan hóp félagsmanna Eflingar.Blaðið í ár er stútfullt af innblæstri fyrir komandi sumarfrí; hugmyndir að skemmtilegum leikjum, girnilegar uppskriftir fyrir bústaðinn og upplýsingar um hvað sé áhugavert að sjá og gera á ferð okkar um landið. Það er varla betri tími en einmitt núna að leyfa huganum að reika örlítið fram í tímann, þegar sólin er farin að skína og grasið að grænka.