Launahækkanir samkvæmt nýjum kjarasamningi við Reykjavíkurborg greiddar út 1. maí

Við vekjum athygli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg á eftirfarandi:Uppgjör vegna afturvirkar launahækkunar frá 1. apríl 2019 um 17.000 kr. á mánuði kemur til útborgunar 1. maí næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá launadeild Reykjavíkurborgar. Frá uppgjörinu dregst innágreiðsla upp á 105.000 kr. sem greidd var 1. ágúst 2019.Launahækkanir sem gilda frá 1. apríl 2020 koma til útborgunar 1. maí næstkomandi, eins og kjarasamningur kveður á um, en laun hjá Reykjavíkurborg eru greidd út eftirá.