Þekktu réttindi þín – hópuppsagnir

30. 04, 2020

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna á vinnumarkaði og hópuppsagna viljum við minna á að vinnulöggjöf og kjarasamningar eru enn í fullu gildi og enginn afsláttur veittur þegar kemur að réttindum ykkar.Þið hafið enn rétt á sömu greiðslum og uppsagnarfresti og áður.Hér má sjá yfirlit yfir réttindi ykkar þegar kemur að hópuppsögnum.Uppsagnarfrestur á almennum markaði er sem hér segir:Ef að fyrirhugaðar eru hópuppsagnir þarf að hafa, svo fljótt sem auðið er, samráð við trúnaðarmann stéttarfélags eða fulltrúa starfsmanna ef enginn trúnaðarmaður hefur verið kosinn sbr. 5. gr. laganna. Þær upplýsingar sem atvinnurekandi þarf að gefa trúnaðarmanni/fulltrúa starfsmanna eru a.m.k.eftirfarandi: ástæður uppsagna, hve mörgum ráðgert er að segja upp og hvaða störfum þeir gegna, hve margir eru að jafnaði við störf, á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eiga að koma til framkvæmda, viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp, og upplýsingar um sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna uppsagna.HlutabæturSegi atvinnurekandi upp ráðningarsamningi launamanns eftir að launamaður hefur gengist undir samkomulag um skert starfshlutfall og hlutabætur, fellur niður réttur launamanns til hlutabótanna og fyrra starfshlutfall á að taka gildi að nýju og gilda út uppsagnarfrestinn.Undir eðlilegum kringumstæðum á ekkert að breytast á uppsagnarfresti starfsmanna. Þannig er ekki heimilt að breyta störfum, færa þá til eða fela þeim verkefni sem eru alveg ótengd þeim sem þeir eru ráðnir til að sinna. Hér þarf alltaf að skoða ráðningarsamninga og starfslýsingar þegar þetta er metið.Til starfa á nýSamkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar þá hafið þið, þegar atvinnurekandi tekur aftur til starfa forgang á að fá störf ykkar tilbaka á sömu skilmálum og áður.Við hvetjum ykkur til að hafa samband við felagssvid@efling.is ef atvinnurekandi hefur tilkynnt að hópuppsagnir séu væntanlegar. Það er mikilvægt að halda því til haga að lágmarks uppsagnartímabil launamanns í tilfelli hópuppsagna eru 30 dagar fra þeim degi þegar tilkynning atvinnurekanda berst Vinnumálastofnun.Það er talið hópuppsagnir þegar fjöldi þeirra sem er sagt upp á 30 daga tímabili er:a.m.k. 10 manns í fyrirtækjum með 20 – 100 starfsmenn;a.m.k. 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100 – 300 starfsmenn;a.m.k. 30 manns í fyrirtækjum með 300 starfsmenn eða fleiriÞað er mikilvægt öllum stundum að þekkja réttindi sín, en á óvissutímum sem þessum, vegna covid-19 ástandsins er enn mikilvægara að þekkja réttindi sín þegar kemur að atvinnuöryggi, öryggi á vinnustaðnum og hugsanlegum uppsögnum. Við gerðum þessi 4 stuttu myndskeið um hlutabótaleiðina, uppsagnir vegna covid-19 ástandsins, leiðbeiningar um öryggi á vinnustað og sérstaktar leiðbeiningar um öryggiráðstafanir fyrir fólk sem vinnur við þrif. Sjá hér.