Yfirvinnutímar á leikskólum og í heimaþjónustu hjá borginni breytast í fasta greiðslu

17. 04, 2020

Athygli Eflingarfélaga í leikskólum Reykjavíkurborgar er vakin á því að niðurfelling á 10 yfirvinnutímum vegna vinnu í matartímum er í samræmi við nýsamþykktan kjarasamning og verður greiðslunum breytt í fasta samsvarandi upphæð.Með sama hætti breytast greiðslur til starfsmanna í heimaþjónustu fyrir 13 yfirvinnutíma vegna  vinnu í kaffitímum í fasta upphæð, sömu upphæð og áður var greidd í gegnum yfirvinnu. Með nýja fyrirkomulaginu fellur orlofsgreiðsla af greiðslunni niður.Minnt er á að allir starfsmenn borgarinnar fá minnst  90.000 kr. launahækkun að fyrirmynd Lífskjarasamningsins í fjórum áföngum samkvæmt nýja kjarasamningnum. Fyrsta hækkunin upp á 17.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2019 verður greidd út í einu lagi um næstu mánaðamót að frátalinni 105.000 kr. eingreiðslu frá því í haust.Starfsmenn fá 24.000 kr hækkun á mánuði auk að meðaltali 7.800 kr aukahækkunar vegna breytinga á launatöflu frá 1. apríl 2020. Þá fá launalægstu starfsmennirnir allt að 15.000 kr. sérstaka hækkun ofan á laun sín frá sama degi. Ótalin er hækkun desember- og orlofsuppbótar.Þá felur nýi samningurinn í sér ákvæði um styttingu vinnuvikunnar, aukinn rétt til námsleyfis og betra mat á reynslu úr fyrri störfum við ráðningu til sveitarfélagsins svo dæmi séu nefnd. Nánari kynning á atriðum úr samningum Eflingar við Reykjavíkurborg og Ríkið er hér.Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með að hækkanir samkvæmt nýjum kjarasamningi birtist rétt á launaseðli og í útborguðum launum 1. maí næstkomandi. Sjá frétt.