Select Page

Samninganefnd Eflingar og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag kjarasamning sem gildir til 1. nóvember 2022.

Samningurinn tekur til um 60 félagsmanna í Eflingu sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum Veitum ohf. og Orku náttúrunnar ohf.

Um er að ræða starfsfólk sem vinnur m.a. við verkamannastörf tengd viðhaldi lagna og mannvirkja, í eldhúsum og við þrif.

Í samningnum er kveðið á um hækkanir á grunnlaunum sambærilegar þeim sem samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl 2019. Hækkanir 1. apríl 2019 og 1. apríl 2020 verða afturvirkar. Auk þess eru eldri fastar greiðslur starfsmanna að hluta færðar inn í samningsbundin ráðningarkjör.

Samninganefnd skipuð félagsmönnum leiddi viðræður ásamt formanni og starfsfólki Eflingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere