Efling og Orkuveita Reykjavíkur undirrita kjarasamning

27. 05, 2020

Samninganefnd Eflingar og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag kjarasamning sem gildir til 1. nóvember 2022.Samningurinn tekur til um 60 félagsmanna í Eflingu sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjunum Veitum ohf. og Orku náttúrunnar ohf.Um er að ræða starfsfólk sem vinnur m.a. við verkamannastörf tengd viðhaldi lagna og mannvirkja, í eldhúsum og við þrif.Í samningnum er kveðið á um hækkanir á grunnlaunum sambærilegar þeim sem samið var um á almennum vinnumarkaði í apríl 2019. Hækkanir 1. apríl 2019 og 1. apríl 2020 verða afturvirkar. Auk þess eru eldri fastar greiðslur starfsmanna að hluta færðar inn í samningsbundin ráðningarkjör.Samninganefnd skipuð félagsmönnum leiddi viðræður ásamt formanni og starfsfólki Eflingar.