Sambandið neitar að gera kjarasamning við Eflingarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar enn að gera kjarasamning við Eflingarfélaga sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafa gert við félagið. Sambandið er eitt opinberra aðila um þessa afstöðu á því atvinnusvæði þar sem Efling hefur samningsumboð. Þetta kom fram á samningafundi í dag.Sambandið ætlast þannig til þess að starfsfólk hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ sem vinnur sömu störf og borgarstarfsmenn verði á verri kjörum en þeir, jafnvel þótt um nákvæmlega sömu starfsheiti sé að ræða, á sama atvinnusvæði, metin til sama stigafjölda innan starfsmatskerfis og hjá starfsfólki innan vébanda sama stéttarfélags.Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur kallað eftir að lög verði sett á verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga, sem að óbreyttu munu hefjast klukkan 12 á hádegi á morgun þriðjudag 5. maí, fremur en að ganga til samninga við Eflingarfélaga á sömu forsendum og aðrir stofnanir hins opinbera.Efling undirritaði kjarasamning við Ríkið 7. mars og við Reykjavíkurborg 10. mars, eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum. Þessir aðilar féllust á að gera sérstaka leiðréttingu á kjörum launalægstu hópa og sögulega vanmetinna kvennastétta.Boðun verkfalls sem hefst á morgun var samþykkt með yfir 90% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslu, með metþátttöku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna Kórónaveirufaraldursins. Starfsfólkið sem um ræðir starfar í framlínu faraldursins, meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu.„Efling mun ekki skilja félagsmenn sína hjá Kópavogs- og Seltjarnesbæ eftir með verri kjarasamninga eingöngu af því að Sambandinu tókst að draga þessu kjaradeilu á langinn inn í Kórónaveirufaraldurinn. Hver einn og einasti félagsmaður Eflingar hjá hinu opinbera mun fá sína kjaraleiðréttingu, Kórónaveira eða ekki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.