Select Page

Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undirrituðu 18. júní kjarasamning með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 29. júní og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 2. júlí.

Atkvæðisrétt eiga þeir félagsmenn Eflingar sem starfa á hjúkrunarheimilum sem veitt hafa Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu samningsumboð.

Kjarasamningur Eflingar og SFV nær til félagsmanna Eflingar sem vinna á eftirtöldum stöðum.

 • Dvalarheimilinu  Ás í Hveragerði
 • Grund Reykjavík
 • Mörk hjúkrunarheimili  Reykjavík
 • Hrafnistu Laugarási, Reykjavík
 • Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi
 • Hrafnistu Skógarbær, Reykjavík
 • Hrafnista Sléttuvegi, Reykjavík
 • Sjálfsbjargarheimilinu
 • Sunnuhlíð, Kópavogi
 • Seltjörn, Seltjarnarnesi
 • Sóltúni  Reykjavík
 • Eir Reykjavík
 • Skjól Reykjavík
 • Hamrar Mosfellsbæ
 • Hlíðarbær Reykjavík
 • Múlabær Reykjavík
 • Fríðuhúsi
 • Maríuhúsi
 • Drafnarhús
 • S.Á.Á. Reykjavík

Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að atkvæðagreiðslunni, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar, í gegnum netfangið kjorskra@efling.is eða síma 510 7500, fram til loka kjörfundar og fengið sig færðan á kjörskrá enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn (ráðningarsamning og/eða launaseðil frá launagreiðanda).

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.

Sjá kynningarefni.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere