Ársskýrsla Eflingar

Ársskýrsla Eflingar er komin út þar sem farið er yfir starfsemi liðins árs og tæpt á lykiláherslum. Í ár var skýrslan gefin út á bæði íslensku og ensku.Í skýrslunni eru dregin fram helstu tíðindi í starfsemi félagsins á liðnu starfsári stéttarfélagsins. Ber þar hæst árangursríka kjarabaráttu félagsins fyrir hönd starfsmanna þess á almennum og opinberum markaði. Með sama hætti hafa skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins skilað sér í öflugu þróunar- og þjónustustarfi við sífjölgandi félagahóp. Svo sem öflugri upplýsingamiðlun, átaki í þýðingum, eflingu trúnaðarmanna og bættri þjónustu í móttöku samfara innleiðingu nýs þjónustkerfis. Í framhaldi af því hefur verið ýtt úr vör undirbúningsvinnu við Mínar síður Eflingar.Lesa ársskýrslu