Kynningarfundur um kjarasamninga Eflingar og SFV

29. 06, 2020

Kynningarfundur um samning Eflingar við SFV verður haldinn  á 4. hæð í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún 1 kl. 17.00 þriðjudaginn 30. júní.Á fundinum mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins, greina frá efni samningsins í stórum dráttum.Að framsögu lokinni gefst fundargestum tækifæri til að varpa fram spurningum til frummælenda og taka þátt í umræðum.Kosning um samninginn fer fram á vef Eflingar frá hádegi mánudagsins 29. júní fram að hádegi fimmtudagsins 2. júlí.Félagsmenn innan SFV eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.