Aðgerðir vegna Covid-19

31. 07, 2020

Skrifstofa Eflingar beinir þeim vinsamlegu tilmælum til Eflingarfélaga og annarra sem eiga erindi á skrifstofu stéttarfélagsins að tryggja að ávallt sé tveggja metra bil á milli fólks í móttöku Eflingar í samræmi við gildandi reglur vegna Covid-19. Óskað er eftir að félagsmenn sýni þolinmæði ef tafir verða í afgreiðslu erinda vegna þessa. Þeim sem eiga erindi við stéttarfélagið er bent á að fylgjast með upplýsingum um hugsanlegar breytingar á starfsemi skrifstofunnar á heimasíðu og fésbókarsíðu stéttarfélagsins.Þá eru Eflingarfélagar hvattir til að nýta sér rafrænar leiðir til samskipta við stéttarfélagið.Minnisblað sóttvarnarlæknisLeiðbeiningar um grímunotkun