Viltu auka möguleika þína á nýju starfi?

Eflingarfélögum í atvinnuleit stendur til boða ókeypis þátttaka í þriggja vikna námskeiði í umönnun. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Mímis við Höfðabakka 9 frá 8:30-15:30 alla virka daga á tímabilinu frá 10. til 28. ágúst næstkomandi.Fagnámskeiðið er haldið með styrk frá heilbrigðisráðuneytinu í samstarfi við Eflingu og Mími og tekur mið af námskrá sambærilegra fagnámskeiða fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu.Námskeiðið telur 82 klukkustundir með leiðbeinanda, auk 20 klukkustunda starfsþjálfunar í kjölfar námskeiðsins fyrir nemendur án starfsreynslu við umönnun. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfsstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira.Námskráin er vottuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er hægt að fá námið metið til eininga á framhaldsskólastigi og launahækkunar í starfi.Námskeiðið er kennt á íslensku og þurfa nemendur því að búa yfir grundvallarskilningi í tungumálinu til að taka námskeiðið.Einungis er um 18 pláss að ræða. Valið verður úr hópi umsækjenda en öllum verður svarað.Karlar eru sérstaklega hvattir til að nýta sér úrræði.Skráning fer fram með tölvupósti á efling@efling.is. Vinsamlega gefið upp nafn, kennitölu, netfang og símanúmer í tölvupósti.Umsóknarfrestur er til 31. júlí.  Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum í gegnum sama netfang.